top of page

AFSAKIÐ

Listahópurinn AFSAKIÐ kemur ungum listakonum frá hinum ýmsu listgreinum á framfæri. Þær Sísí Ingólfsdóttir og Íris Stefanía Skúladóttir stofnuðu hópinn með það markmið að taka pláss, að skapa pláss og að gefa pláss. 
Við tökum rými, sköpum aðstæður og gefum listakonum og öðrum pláss sem hafa ekki fengið rými til listsköpunar við núverandi aðstæður. Við leggjum áherslu á ungar konur í sem víðasta samhengi.

The art collective EXCUSE US celebrates young female artists from different art disciplines. Sísí Ingólfsdóttir and Íris Stefanía Skúladóttir founded the group with the aim of taking space, creating space and giving space.


We take space, create conditions and give space to artists and others who have not been given space to create art in current circumstances. We focus on young women in the widest possible context.

Um Afsakið/About Afsakid: Bio
Afsakið-20.jpg

SÍSÍ INGÓLFSDÓTTIR

Sísí er myndlistarkona, margra barna móðir og sjúk í háskólagráður. Hún vinnur næturnar á milli að listsköpun og ritgerðarskrifum. Sísí hefur einblítt á móðurhlutverkið og heim konunnar í verkum sínum. Hún á heiðurinn af öllum afsökununum sem prýða instagram síðu AFSAKIÐ hópsins. Þær saumaði hún í dúk sem er eitt af lykilverkum sýningarinnar Afsakið mig en Sísí er jafnframt ein af tveimur listrænum stjórnendum sýningarinnar.
///
Sísí is an artist, a mother of many children and is obsessed with university degrees. She works day and night making art and writing essays. In her practice she focuses on the mother- and womanhood. She is the author of all the excuses seen on the AFSAKIÐ instagram page. She embroidered them in a tablecloth that will be one of the key artworks of the show Excuse me. Sísí is one of two artistic directors of the show.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
Afsakið-14.jpg

ÍRIS STEFANÍA SKÚLADÓTTIR

Íris er sviðslistakona sem hefur unnið með kynhegðun kvenna í verkum sínum. Hún leggur áherslu á unað, tabú, skömm og þrár konunnar. Hún hefur meðal annars safnað og gefið út sjálfsfróunarsögur kvenna og haldið söguhringi þar sem sögur sem tengjast efninu eru sagðar. Aðaláhersla hennar er á unað og í verkum sínum hefur hún verið að opna á umræðuna og tekist á við tabú varðandi kynlíf og kynhegðun kvenna með það að markmiði að valdefla konur um allan heim.
Íris er ein af tveimur listrænum stjórnendum sýningarinnar Afsakið mig.
///
Iris is a performance artist who focuses on women's sexual behaviour; their longings  and desires, taboos, shame. She has collected and published masturbation stories from women and held gatherings (story circles) where she performs verbal flashing inspired by the Goddess Baubo, an old sexually liberated woman, who flashed her vulva to lighten the mood in different circumstances. Iris’s focus is on the pleasurable and in her work she has been opening up the discussion and addressing some taboos regarding women's sexual life and behavior with the aim to empower women all around the world.
Íris is one of two artistic directors of the show Excuse me.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
Afsakið-10.jpg

GUÐRÚN MIST SIGFÚSDÓTTIR

Guðrún Mist útskrifaðist úr lögfræði og stundar nám við HÍ í hagnýtri menningarmiðlun. Í 10 ár starfaði hún við framleiðslu og stjórnun hjá íslenska fyrirtækinu Hring eftir hring. Hún hefur unun af allri list og nýtur þess að starfa með flottu listakonum Afsakið en Guðrún er framkvæmdastýra hópsins.
//
Gudrun Mist graduated with a law degree in 2013 and is now studying cultural communication at the University of Iceland. For 10 years she worked for the Icelandic jewellery company Hring eftir hring with production and studio management. She loves all the arts and enjoys working with the fabulous and talented team of artists in the Afsakid but Guðrún is the manager of the group.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
Afsakið-4.jpg

 SIGRÍÐUR EIR ZOPHONÍASARDÓTTIR

Sigríður Eir er sviðslistakona og tónlistarkona og hefur komið víða við í leikhúsheiminum.  Megináhersla hennar í listinni er hið persónulega og  prívat og hvernig það getur haft erindi við okkur öll og verið há pólitískt hreyfiafl. Tárin, tilfinningar, persónuleg reynsla og áföll eru hennar ær og kýr.  Hún er helmingur Hljómsveitarinnar Evu og þar er fókuspunkturinn einatt: Hvað þurfum við að tala um? 
//
Sigríður Eir is a performance artist and a musician. Her main focus in art is the personal and private and how it can be political and crucial. Tears, emotions, persnal experience and traumas are what make her tick as an artist. She is the other half of A Band Called Eva where the most vital question and drive is : what do we need to talk about.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
Afsakið-6.jpg

VALA HÖSKULDSDÓTTIR

Vala er sviðshöfundur og tónlistarkona. Aðal fókus Völu í listinni hefur beinst að skilningi á manneskjunni í tengslum við samfélag, náttúru, menningu, kyn og kynhneigð.  Hún er helmingur Hljómsveitarinnar Evu, þar sem tilfinningar og upplifun kvenna og hinsegin fólks er oftar en ekki í brennidepli. MFA lokaverkefni hennar  Moss and Me  (2020), skoðar ástina og samskiptin milli manneskju og náttúru. 
//  
Vala is a performance artist and a musician. Her main focus has been on understanding the human individual in relation to society, nature, culture, history, sex, sexuality and more. She has created and directed various community based performances, with various groups, in collaboration with festivals, theatres and independently. She is the other half of the Band called Eva, a queer, feminist performance duo/band, who have been performing in the theatre and music scene in Iceland since 2013.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
Afsakið-22.jpg

RÓSA MARÍA ÓSKARSDÓTTIR

Rósa María er Bodysex leiðbeinandi, fullnægingarráðgjafi með aðferðum Betty Dodson og nemi í líkamsmiðaðri kynfræðslu. Hennar megin fókus er að aðstoða einstaklinga með píku að upplifa meiri unað. Rósa verður með verkið 
///
Rósa María is an Bodysex facilitator, an orgasm coach in the Method of Betty Dodson and a student of Somatic Sex Education. Her main focus is supporting vulva owners to experience more pleasure. Rósa's work “Afterglow” will be presented at the show Excuse me.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
Afsakið-24.jpg

ÞÓRA HJÖRLEIFSDÓTTIR

Þóra er rithöfundur og er með meistaragráðu í ritlist. Kvika, fyrsta skáldsaga Þóru kom út í febrúar 2019 og vakti mikla athygli fyrir bæði stíl og efnistök. Þóra  er hluti af skáldakollektívinu Svikaskáld sem hafa gefið út þrjár ljóðabækur og staðið fyrir margskonar ljóða- og menningarviðburðum.
//
Þóra is Icelandic writer with a masters degree in creative writing. Her first novel Magma, or “Kvika,” was published in Iceland, 2019 with critical and commercial claim.Þóra has published three books of poetry with their poetry collective Impostor Poets, or “Svikaskáld”.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
IMG-9256.JPG

RAGNHEIÐUR HARPA LEIFSDÓTTIR

Ragnheiður Harpa er skáld og sviðslistakona. Hún hefur samið og unnið að leiksýningum, gjörningum, skáldverkum og innsetningum hérlendis og erlendis. Ragnheiður er hluti af skáldakollektívinu Svikaskáld sem hafa gefið út þrjár ljóðabækur og staðið fyrir margskonar ljóða- og menningarviðburðum.
//
Ragnheiður Harpa is an author and artist. Her multidisciplinary practice spans the fields of performance, visual arts and writing. 
Þóra and Ragnheiður have published three books of poetry with their poetry collective Impostor Poets, or “Svikaskáld”.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
Afsakið-30.jpg

SAGA SIGURÐARDÓTTIR

Saga syngur og dansar með sveitinni ThePPBB. Hennar helsta listræna og líkamlega sæla er að skapa fegurð úr óreiðu og blíðu.
///
Saga likes to make art and love in the tender space of chaos and pleasure. Saga sings and go-go ´s with ThePPBB.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
Afsakið-26.jpg

HREFNA LIND LÁRUSDÓTTIR

Hrefnu notar raddsvið sitt óspart sem þjónustufulltrúi Mannyrkjustöðvarinnar, sem nýúrskrifaður Jóga Nidra kennari eða að syngja texta og líkamlegar innsæjis melodíur með hljómsveitinni ThePPBB
//
Hrefna´s voice is used for many occasion, for example as a customer server at Human expansion station, Yoga Nidra teacher and as a singer that uses physical impulses to reach certain melodies with the PPBB.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
Afsakið-28.jpg

ÁLFRÚN HELGA ÖRNÓLFSDÓTTIR

Álfrúnu leikur, skrifar, leikstýrir og stefnir að heimsyfirráðum með hljómsveitinni ThePPBB sem verður brátt á allra vörum .
//
Alfrun is an Icelandic actress, writer and director when she is not busy making it with her band ThePPBB.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
8DBB6761-01B0-4813-8786-D7E4B477EA40.JPG

MARI BO

Mari er þverfagleg listakona sem vinnur með hljóð, áferð og hreyfingar tengdar líkamanum. Hún hefur sérstakan áhuga á að kanna blæbrigði og hliðar eigin líkama og notar list sína sem tæki til að skilja og ögra sjálfri sér. Mari verður með verk um tíðarblóðið og videó verk um líkamann í sýningunni.
///
Mari is an interdisciplinary artist working with sounds, textures and movements connected to the body. She is specifically interested in exploring nuances and facets existing within her own body, using her art as a tool to understand and challenge herself. In the show Mari will present a new piece on periods as well as a video work on the body.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
Afsakið-8.jpg

JEWELLS CHAMBERS

Jewells heldur úti verðlaunaða hlaðvarpinu og youtube rásinni All Things Iceland þar sem hún, verandi útlendingur sem býr á Íslandi, kannar menningu, sögu, tungu og margbrotna náttúru landsins. Jewells er samfélagsmiðla ráðgjafi hópsins en hún mun einnig halda utan um spjall um litaðar konur á Íslandi á viðburðinum “Setið við sama borð”. 
//
Jewells is the creator and host of the award-winning All Things Iceland podcast and YouTube channel. Her content explores Iceland's rich culture, history, language and stunning nature experienced by an expat living in the country. Jewells is the collective’s social media advisor and she will as well host a talk on the matter of women of colour in Iceland at the event “Sitting at the same table”.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome
Afsakið-2.jpg

​JÓNÍ JÓNSDÓTTIR

Jóní er myndlistakona sem dansar á mörgum línum listarinnar. Hún starfar í Gjörningaklúbbnum og vinnur sjálfstætt að eigin listsköpun auk þess hún hefur unnið á sviði danslista ásamt frábærum snillum. Jóní dýrkar að vinna með skemmtilegu og skapandi fólki á mörgum sviðum lífs og lista. Jóní er listrænn ráðunautur hópsins.
//
Jóní is a visual artist who loves working interdisciplinary and in collaboration with fun and creative people within the arts. She has worked in the field of dance and theatre and is a member of the art collective The Icelandic Love Corporation.  As well as working collectively Jóní works on her individual practice in Reykjavík where she lives with her son the most precious creation of her life. Jóni is the assembly’s artistic advisor.

Um Afsakið/About Afsakid: Welcome

©2021 by afsakid.

bottom of page